Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

FORSÍÐUEFNI | HEFURÐU STJÓRN Á EIGIN LÍFI?

Geturðu stjórnað eigin lífi?

Geturðu stjórnað eigin lífi?

SEGJA má að lífið snúist ekki um að hafa bestu spilin á hendi heldur að kunna að spila vel úr þeim sem maður hefur. Nú á dögum hefur enginn fullkomnar aðstæður til að spila úr. Galdurinn við að stjórna lífi sínu liggur oft í því að vera sáttur við þær aðstæður sem maður býr við og að læra að takast á við lífið innan þeirra marka sem aðstæðurnar setja manni. Gott er ef þú nærð að hafa einhverja stjórn á lífinu þegar aðstæður eru slæmar. Enn betra er ef aðstæðurnar batna með tímanum. En það besta er þó framundan.

Því er lofað í Biblíunni að sá tími komi að allir geti haft góða stjórn á eigin lífi. Þeir fá að njóta lífsins til fulls án þess að þjakandi aðstæður, daglegt álag og neikvæðar tilfinningar hamli þeim. (Jesaja 65:21, 22) Í Biblíunni er það kallað „hið sanna líf“. – 1. Tímóteusarbréf 6:19.

„Menn munu reisa hús og búa í þeim, planta víngarða og neyta ávaxta þeirra. Menn munu ekki reisa hús sem annar býr í, ekki planta og annar neyta en þjóð mín mun ná aldri trjánna og mínir útvöldu njóta ávaxta iðju sinnar.“ – Jesaja 65:21, 22.