Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Þú getur staðið af þér storma ef þú hefur sterka sjálfsmynd.

FYRIR UNGLINGA

9: Sjálfsmynd

9: Sjálfsmynd

HVAÐ FELUR HÚN Í SÉR?

Sjálfsmyndin er miklu meira en ytra útlit. Hún felur í sér þau gildi sem maður hefur, trú og persónuleika. Sjálfsmynd manns nær yfir allt sem maður er, allt sem einkennir mann.

HVERS VEGNA ER SJÁLFSMYND MIKILVÆG?

Þegar maður hefur sterka sjálfsmynd getur maður varið skoðanir sínar og lætur ekki jafnaldrana stjórna sér.

„Margir eru eins og gínur í búðarglugga því að aðrir ákveða hvernig fötum þeir ganga í.“ – Adrian.

„Ég hef lært að halda mig við það sem er rétt jafnvel þó að það sé stundum erfitt. Ég veit hverjir eru í raun og veru vinir mínir því að mér líður vel með þeim og þeir virða þau gildi sem ég hef.“ – Courtney.

MEGINREGLA: „Fylgið ekki háttsemi þessa heims. Látið heldur umbreytast með hinu nýja hugarfari.“ – Rómverjabréfið 12:2.

ÞAÐ SEM ÞÚ GETUR GERT

Gerðu þér skýra mynd af því hver þú ert núna og hvernig einstaklingur þú vilt verða með því að velta fyrir þér hvaða styrkleika, veikleika og sannfæringu þú hefur. Gott er að byrja á að spyrja sig eftirfarandi spurninga.

Styrkleikar: Hvaða hæfileikum og kunnáttu bý ég yfir? Hverjar eru mínar sterku hliðar? (Til dæmis stundvísi, sjálfstjórn, vinnusemi eða örlæti.) Hvaða jákvæðu eiginleika hef ég?

RÁÐ: Áttu erfitt með að finna eitthvað jákvætt í fari þínu? Spyrðu þá foreldra þína eða góðan vin hvaða styrkleika þau sjái hjá þér og hvers vegna.

MEGINREGLA: „Sérhver rannsaki breytni sjálfs sín og þá mun hann hafa hrósunarefni í samanburði við sjálfan sig en ekki í samanburði við aðra.“ – Galatabréfið 6:4.

Veikleikar: Í hverju þarf ég einna helst að bæta mig? Við hvaða aðstæður er líklegast að ég falli fyrir freistingum? Á hvaða sviðum gæti ég sýnt meiri sjálfstjórn?

MEGINREGLA: „Ef við segjum: ,Við höfum ekki synd,‘ þá blekkjum við sjálf okkur.“ – 1. Jóhannesarbréf 1:8.

Sannfæring: Hvaða siðferðisstöðlum fylgi ég og hvers vegna? Trúi ég á Guð? Hvað sannfærir mig um að hann sé til? Hvað finnst mér vera óréttlátt og hvers vegna? Hverju trúi ég varðandi framtíðina?

MEGINREGLA: „Aðgætnin mun vernda þig og hyggindin varðveita þig.“ – Orðskviðirnir 2:11.