Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hverju svarar Biblían?

Hverju svarar Biblían?

Svarar Guð öllum bænum?

MYNDIR ÞÚ SEGJA AÐ HANN SVARI BÆNUM ...

  • allra?

  • sumra?

  • engra?

HVAÐ SEGIR BIBLÍAN?

„Drottinn er nálægur öllum ... sem ákalla hann í einlægni.“ – Sálmur 145:18.

FLEIRI UPPLÝSINGAR ÚR BIBLÍUNNI

  • Guð hlustar ekki á bænir þeirra sem gera uppreisn gegn honum. (Jesaja 1:15) En ef þeir hætta rangri breytni sinni geta þeir eignast gott samband við hann. – Jesaja 1:18.

  • Guð svarar bænum sem eru í samræmi við vilja hans. Við getum kynnst vilja hans í Biblíunni. – 1. Jóhannesarbréf 5:14.

Þurfum við að vera í sérstakri bænastellingu?

SUMIR HALDA að þeir verði alltaf að krjúpa, lúta höfði eða spenna greipar þegar þeir biðja. Hvað heldur þú?

HVAÐ SEGIR BIBLÍAN?

Hvort sem menn sátu, stóðu eða krupu, þegar þeir báðu, bænheyrði Guð þá. (1. Kroníkubók 17:16; 2. Kroníkubók 30:27; Esrabók 10:1; Postulasagan 9:40) Guð krefst þess ekki að við séum í ákveðinni stellingu þegar við biðjum.

FLEIRI UPPLÝSINGAR ÚR BIBLÍUNNI