Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

SÖNGUR 90

Gefum gætur hvert að öðru

Gefum gætur hvert að öðru

(Hebreabréfið 10:24, 25)

  1. 1. Ef gefum gætur hvert að öðru

    til góðra verka hvetjum við.

    Þá stöðugt styrkjast kærleiksböndin

    er stuðlum eining að og frið.

    Og meðal okkar ríkir elska

    sem eykur kjark á raunastund.

    Já, athvarf söfnuðirnir eru,

    þar eigum vernd á traustri grund.

  2. 2. Það orð sem talað er í tíma

    fær tiltrú veitt og léttir kjör.

    Við heyrum hughreystandi orðin

    er hollir vinir veita svör.

    Hve sælt er það að vinna saman

    með sömu markmið, von og störf.

    Við stöðuglega stöndum saman

    og stuðning veitum eftir þörf.

  3. 3. Með augum trúar sjáum táknin,

    að tími dómsins færist nær.

    Við þörfnumst þess að safnast saman,

    þar sanna vernd Guð okkur fær.

    Með fólki Jehóva við förum,

    því fylgir blessun alla tíð.

    Svo gefum gætur hvert að öðru

    mjög gæskurík um ár og síð.