Hoppa beint í efnið

Hvenær kemur að endalokum þessa heims?

Hvenær kemur að endalokum þessa heims?

Svar Biblíunnar

 Til að vita hvenær kemur að endalokum þessa heims er nauðsynlegt að vita hvernig orðið „heimur“ er notað í Biblíunni. Gríska orðið ko‘smos, venjulega þýtt „heimur“, vísar oftast til mannkynsins, sérstaklega þeirra sem lifa ekki í samræmi við vilja Guðs. (Jóhannes 15:18, 19; 2. Pétursbréf 2:5) Stundum vísar ko‘smos til innviða mannlegs samfélags. – 1. Korintubréf 7:31; 1. Jóhannesarbréf 2:15, 16. a

Hvað er átt við með orðunum „endalok heimsins“?

 Orðasambandið „endalok heimsins“ kemur fyrir í mörgum biblíuþýðingum og getur líka þýtt „endir þessa heims“ eða „endalok þessa tímaskeiðs“. (Matteus 24:3, English Standard Version) Þá er ekki átt við tortímingu jarðarinnar eða alls mannkyns heldur endi þess mannlega samfélags sem nú er. – 1. Jóhannesarbréf 2:17.

 Í Biblíunni kemur fram að „illvirkjum verður tortímt“ þannig að gott fólk geti notið lífsins á jörðinni. (Sálmur 37:9-11) Þessi eyðing á sér stað í ,þrengingunni miklu‘ sem nær hámarki í Harmagedónstríðinu. – Matteus 24:21, 22; Opinberunarbókin 16:14, 16.

Hvenær kemur að endalokum þessa heims?

 Jesús sagði: „En þann dag og stund veit enginn, hvorki englar á himnum né sonurinn, enginn nema faðirinn einn.“ (Matteus 24:36, 42) Hann sagði líka að endirinn kæmi óvænt „á þeirri stundu sem þér ætlið eigi“. – Matteus 24:44.

 Jafnvel þótt við getum ekki vitað nákvæmlega daginn né stundina sagði Jesús fyrir margþætt tákn eða röð atburða sem einkenndu tímabilið á undan endalokum heimsins. (Matteus 24:3, 7-14) Í Biblíunni er þetta tímabil kallað ,endalok‘ og ,síðustu dagar‘. – Daníel 12:4; 2. Tímóteusarbréf 3:1-5.

 Verður eitthvað eftir þegar endalok þessa heims eru liðin hjá?

 Já. Jörðin mun ennþá standa því að í Biblíunni segir að ,hún haggist eigi um aldur og ævi‘. (Sálmur 104:5) Jörðin verður fyllt af fólki alveg eins og er lofað í Biblíunni: „Hinir réttlátu fá landið til eignar og búa í því um aldur.“ (Sálmur 37:29) Guð ætlar að koma á þeim aðstæðum sem hann ætlaði í upphafi:

a Gríska orðið ai on‘ er einnig þýtt „heimur“ í sumum biblíuþýðingum. Þegar orðið ai on‘ er þýtt þannig hefur það svipaða merkingu og þegar orðið ko‘smos stendur fyrir innviði mannlegs samfélags.