Hoppa beint í efnið

Hvað merkir orðið himinn í Biblíunni?

Hvað merkir orðið himinn í Biblíunni?

Svar Biblíunnar

 Orðið „himinn“ eða „himnar“ hefur þrjár grunnmerkingar í Biblíunni: (1) Bókstaflegir himnar; (2) andaheimurinn; og (3) tákn um hærri eða æðri stöðu. Samhengið hjálpar manni að skilja hvað það merkir í hverju tilfelli. a

  1.   Bókstaflegir himnar. Í þessari merkingu standa „himnar“ fyrir lofthjúp jarðar, þar sem vindar blása, fuglar fljúga, skýin gefa regn og snjó og eldingar leiftra. (Sálmur 78:26; Orðskviðirnir 30:19; Jesaja 55:10; Lúkas 17:24) Orðið getur einnig þýtt víðáttur himingeimsins þar sem ,sólin, tunglið og stjörnurnar‘ eru. – 5. Mósebók 4:19; 1. Mósebók 1:1.

  2.   Andaheimurinn. Orðið „himinn“ á einnig við um andaheiminn, tilverusvið sem er æðra og utan efnisheimsins. (1. Konungabók 8:27; Jóhannes 6:38) Jehóva Guð, sem „er andi“, býr á himnum ásamt englum sem eru andaverur og hann skapaði. (Jóhannes 4:24; Matteus 24:36) Stundum eru „himnarnir“ persónugerðir til að tákna trúfasta engla, ,söfnuð heilagra‘.– Sálmur 89:6-8.

     Í Biblíunni er orðið „himinn“ einnig notað um ákveðinn hluta andaheimsins, það er „bústað“ Jehóva. (1. Konungabók 8:43, 49; Hebreabréfið 9:24; Opinberunarbókin 13:6) Því var spáð í Biblíunni að Satan og djöflum hans yrði kastað af himnum og fengju ekki lengur að koma fram fyrir Jehóva. En þeir yrðu samt sem áður áfram í andaheiminum. – Opinberunarbókin 12:7-9, 12.

  3.   Tákn um hærri eða æðri stöðu. Í Biblíunni er orðið „himinn“ notað til að gefa til kynna æðri stöðu, venjulega í sambandi við ríkjandi stjórn. Slík staða getur átt við:

Hvernig er á himni?

 Andaheimurinn iðar af lífi. Þar eru hundruð milljóna andavera sem ,framkvæma boð‘ Jehóva. – Sálmur 103:20, 21; Daníel 7:10.

 Í Biblíunni er himninum lýst sem skínandi björtum. (1. Tímóteusarbréf 6:15, 16) Spámaðurinn Esekíel fékk himneska sýn sem var sveipuð ,skærum bjarma‘ en Daníel sá í sýn ,eld streyma‘ á himni. (Esekíel 1:26-28; Daníel 7:9, 10) Himininn er heilagur, það er að segja hreinn og fagur. – Sálmur 96:6; Jesaja 63:15; Opinberunarbókin 4:2, 3.

 Þegar maður les Biblíuna vekur það lotningu hvað himininn er stórbrotinn. (Esekíel 43:2, 3) Það er samt sem áður ógerlegt fyrir menn að skilja til fullnustu hvernig himininn er þar sem skilningarvit okkar eru of takmörkuð til að skilja andaheiminn.

a Hebreska orðið sem er þýtt „himinn“ er myndað af stofni sem merkir „hár“ eða „háleitur“. (Orðskviðirnir 25:3) Sjá The New Brown, Driver, and Briggs Hebrew and English Lexicon of the Old Testament, bls. 1029.

b Í biblíuorðabókinni Cyclopedia eftir McClintock og Strong segir að ,nýi himininn‘ í Jesajabók 65:17 merki „nýja stjórn, nýtt ríki“. – 4. bindi, bls. 122.