Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

JW BROADCASTING

Uppsetning JW Broadcasting á Roku

Uppsetning JW Broadcasting á Roku

Áður en þú getur horft á JW Broadcasting á Roku-tæki þarftu að tengja Roku-spilarann og setja upp hugbúnaðinn frá JW Broadcasting. Fylgdu leiðbeiningunum hér að neðan til að hefja uppsetninguna:

 Tengja Roku-spilarann

Leiðbeiningar ættu að hafa fylgt Roku-tækinu þínu sem leiða þig í gegnum uppsetningu á tækinu og hvernig á að tengjast Netinu. Þegar þú hefur tengt Roku-spilarann skaltu fylgja leiðbeiningunum sem birtast á skjánum.

Athugið: Til að geta sett upp spilarann þarftu að komast á Netið í tölvu eða snjalltæki.

Í uppsetningarferlinu verður þú beðinn um að hlekkja (link) Roku-spilarann. Til þess þarftu að fara inn á www.roku.com/link og slá inn kóðann sem birtist á sjónvarpsskjánum. Fylgdu svo leiðbeiningunum á tölvunni eða snjalltækinu til að stofna Roku-notandaaðgang.

Skjámyndin á sjónvarpinu endurnýjast þegar tekist hefur að hlekkja Roku-spilarann við notendaaðganginn þinn.

Til að fá frekari upplýsingar skaltu horfa á Roku-myndbandið sem sýnir uppsetningarferlið.

 Setja upp JW Broadcasting með tölvu

Roku-spilarinn er tæki sem keyrir hugbúnað til að spila myndbönd (eða „rásir“). Þú þarft að bæta við rásum með því myndefni sem þú vilt horfa á. Ein leið til þess að bæta við rásum er með tölvu.

  • Farðu inn á JW Broadcasting-síðuna í Roku Channel Store í hvaða netvafra sem er.

  • Skráðu þig inn með Roku-aðganginum þínum ef þú ert ekki þegar skráður inn.

  • Smelltu á Add Channel-hnappinn til að bæta við rás. Þegar búið er að bæta rásinni við breytist græni Add Channel-hnappurinn í Installed.

Ekki er nóg að bæta rásinni við í vafranum þínum til að hún sjáist í Roku-spilaranum; hún er bara sett í biðstöðu. Nú þarftu að setja upp þessa nýju rás á Roku-spilaranum.

  • Ýttu á Home-takkann á Roku-fjarstýringunni.

  • Veldu Settings með því að ýta á upp eða niður örvarnar.

  • Ýttu á OK.

  • Á Settings-síðunni skaltu finna System Update og ýta á OK. Þá birtist System Update-síðan. Check Now ætti nú að vera valið hægra megin á skjánum.

  • Ýttu á OK.

Roku-spilarinn leitar nú að rásinni sem þú bættir við og setur hana inn.

  • Farðu aftur á Roku-upphafsskjáinn (home) og veldu My Channels af aðalvalmyndinni. Þar færðu yfirlit yfir allar þær rásir sem þú hefur sett upp á Roku-spilaranum, þar á meðal JW Broadcasting.

  • Finndu jw.org-mekrið og ýttu á OK til að opna JW Broadcasting.

 Setja upp JW Broadcasting með Roku-spilaranum

Þú getur líka sett upp JW Broadcasting með Roku-spilaranum.

  • Farðu á Roku-upphafsskjáinn (home).

  • Notaðu upp eða niður örvarnar á fjarstýringunni og farðu í gegnum aðalvalmyndina þangað til þú finnur Search.

  • Ýttu á OK.

Search-valmyndin á Roku leitar uppi kvikmyndir, þáttaraðir, leikara, leikstjóra, leiki og rásir sem tengjast því sem þú leitar að. JW Broadcasting er rás þannig að þú getur leitað að rásarmerkinu við hliðina á niðurstöðunum. Sláðu inn eitthvert eftirfarandi leitarorða til að finna JW Broadcasting:

  • jw broadcasting

  • jw.org

  • jwtv

  • Jehovah

  • Þegar JW Broadcasting birtist í niðurstöðunum skaltu smella á hægri örina þangað til nafnið er skyggt. Ýttu svo á OK. Nú ætti Add channel-valmöguleikinn að vera virkur.

  • Ýttu aftur á OK til að setja upp JW Broadcasting.

Til að horfa á JW Broadcasting skaltu velja Go to channel, eða fara aftur á upphafsskjá Roku og leita að JW Broadcasting í My Channels.