Hoppa beint í efnið

Af hverju halda vottar Jehóva ekki páska?

Af hverju halda vottar Jehóva ekki páska?

Algengar ranghugmyndir

Ranghugmynd: Vottar Jehóva halda ekki páska af því að þeir eru ekki kristnir.

 Staðreynd: Við trúum að Jesús Kristur sé frelsari okkar og reynum eftir bestu getu að „feta í fótspor hans.“ – 1. Pétursbréf 2:21; Lúkas 2:11.

Ranghugmynd: Þið trúið ekki að Jesús hafi verið reistur upp frá dauðum.

 Staðreynd: Við trúum á upprisu Jesú, og lítum svo á að hún sé þunga miðjan í kristinni trú og leggjum áherslu á hana þegar við boðum trúna. – 1. Korintubréf 15:3, 4, 12-15.

Ranghugmynd: Ykkur er sama þótt börnin ykkar fari á mis við hátíðarhöldin um páskana.

 Staðreynd: Við elskum börnin okkar og leggjum okkur fram við uppeldið og viljum að þau séu glöð. – Títusarbréfið 2:4.

Af hverju halda vottar Jehóva ekki páska?

  •   Páskahald eins og almennt tíðkast nú á dögum á sér ekki stoð í Biblíunni.

  •   Jesús sagði fylgjendum sínum ekki að minnast hátíðlega upprisu hans heldur áttu þeir að minnast dauða hans. Við höldum árlega minningarhátíð þann dag sem dauða hans ber upp á, samkvæmt tunglalmanaki Biblíunnar. – Lúkas 22:19, 20.

  •   Við teljum að Guð hafi ekki velþóknun á páskasiðum sem eiga rætur að rekja til frjósemisdýrkunar. Hann er „vandlátur Guð“ sem krefst algjörrar hollustu. Honum gremst tilbeiðsla sem felur í sér siðvenjur sem hann er mótfallinn. – 2. Mósebók 20:5; 1. Konungabók 18:21.

 Ákvörðun okkar að taka ekki þátt í páskasiðum er byggð á Biblíunni, sem hvetur okkur til að ,varðveita visku og gætni‘ í stað þess að fylgja blint erfikenningum manna. (Orðskviðirnir 3:21; Matteus 15:3) Við útskýrum afstöðu okkar til páskahalds þegar við erum spurð, en virðum jafnframt rétt hvers og eins til að ákveða sjálfur hvað hann vill gera. – 1. Pétursbréf 3:15-16.