Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

ÞJÁLFUNARLIÐUR 15

Sannfæringarkraftur

Sannfæringarkraftur

1. Þessaloníkubréf 1:5

YFIRLIT: Sýndu að þú sért sannfærður um sannleikann og að það sem þú segir sé mikilvægt.

HVERNIG FER MAÐUR AÐ?

  • Undirbúðu þig vandlega. Rannsakaðu efnið þangað til þú skilur hvernig rökin í Biblíunni sýna fram á sannleiksgildi þess. Reyndu að lýsa meginatriðunum í verkefni þínu með fáeinum einföldum orðum. Beindu athyglinni að því hvernig efnið getur hjálpað þeim sem hlusta. Biddu um heilagan anda.

  • Notaðu orð sem gefa til kynna að þú sért sannfærður. Notaðu eigin orð frekar en að endurtaka það sem stendur í riti. Tjáðu þig þannig að það sýni að þú sért sannfærður um það sem þú segir.

  • Sýndu áhuga og einlægni. Talaðu nógu hátt. Þar sem það telst viðeigandi skaltu hafa augnsamband við áheyrendur.