Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

HALTU VÖKU ÞINNI

Trúfélög og stríðið í Úkraínu – hvað segir Biblían?

Trúfélög og stríðið í Úkraínu – hvað segir Biblían?

 Eftirfarandi eru nýlegar fréttir af umsögnum þekktra trúarleiðtoga um stríðið í Úkraínu:

  •   „Kirill patríarki, leiðtogi rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, hefur ekki sagt neitt gegn árás Rússa … Pútín hefur notað markvissan áróður kirkju hans gegn Úkraínu til að réttlæta stríð.“ – EUobserver, 7. mars 2022.

  •   „Kirill patríarki … hefur lýst hernaðarátökunum sem baráttu gegn synd og þar með gefið öflugustu ástæðuna fram að þessu til að réttlæta innrás þjóðar sinnar í Úkraínu.“ – AP-fréttastofan, 8. mars 2022.

  •   „Epífaníus 1., erkibiskup í Kænugarði og leiðtogi rétttrúnaðarkirkjunnar í Úkraínu, blessaði þjóð sína á mánudaginn í „baráttu hennar gegn rússnesku innrásarmönnunum … [Hann] sagði líka að það væri engin synd að drepa rússneska hermenn.“ – Jerusalem Post, 16. mars 2022.

  •   „Við [UCCRO] styðjum hersveitir Úkraínu og alla sem verjast árásum þeirra. Við blessum þá fyrir að vernda Úkraínu og biðjum fyrir þeim.“ – Yfirlýsing UCCRO a 24. febrúar 2022.

 Hvað finnst þér? Ættu trúfélög sem segjast fylgja Jesú Kristi að hvetja áhangendur sína til að taka þátt í stríði? Hvað segir Biblían?

Þátttaka trúarbragða í stríði

 Dæmin eru mörg í mannkynssögunni um að trúfélög hafa horft fram hjá, réttlætt eða jafnvel hvatt til hernaðar og á sama tíma þóst vinna að friði. Vottar Jehóva hafa áratugum saman afhjúpað slíka trúarhræsni. Hér eru nokkur dæmi úr ritum okkar:

Ættu kristin trúfélög að styðja stríð?

 Jesús kenndi: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ (Matteus 22:39) „Elskið óvini ykkar.“ – Matteus 5:44–47.

 Hugleiddu þetta: Geta trúfélög fullyrt að þau hlýði fyrirmælum Jesú um að sýna kærleika og á sama tíma hvatt áhangendur sína til að drepa aðra í stríði? Lestu greinarnar „Sannkristnir menn og stríð“ og „Is It Possible to Love One’s Enemies?“ til að fá svar við því.

 Jesús sagði: „Ríki mitt tilheyrir ekki þessum heimi. Ef ríki mitt tilheyrði þessum heimi hefðu þjónar mínir barist svo að ég yrði ekki látinn í hendur Gyðinga.“ (Jóhannes 18:36) „Allir sem bregða sverði munu falla fyrir sverði.“ – Matteus 26:47–52.

 Hugleiddu þetta: Fyrst kristnir menn áttu ekki einu sinni berjast til að vernda Jesú, ættu þeir þá að grípa til vopna af öðrum ástæðum? Lestu greinina „Is War Compatible With Christianity?“ til að sjá hvernig frumkristnir menn fylgdu fordæmi Jesú og kenningum.

Hvernig fer fyrir trúarbrögðum sem styðja hernað?

 Biblían kennir að Guð hafni trúarbrögðum sem segjast vera fulltrúar Jesú en fara ekki eftir því sem hann kenndi. – Matteus 7:21–23; Títusarbréfið 1:16.

  •   Í Opinberunarbókinni kemur fram að Guð dæmir slík trúarbrögð sek um að valda dauða „allra sem hafa verið drepnir á jörðinni“. (Opinberunarbókin 18:21, 24) Lestu greinina „What Is Babylon the Great?“ til að sjá ástæðuna fyrir því.

  •   Jesús gaf til kynna að öllum trúarbrögðum sem Guð hafnar verði eytt vegna illra verka þeirra, rétt eins og fúið tré sem ber vonda ávexti „er höggvið og því kastað á eldinn“. (Matteus 7:15–20) Lestu greinina „Endalok falstrúarbragða eru í nánd!“ til að sjá hvernig þetta mun eiga sér stað.

Rétthafar mynda frá vinstri: Mynd eftir Sefa Karacan/Anadolu Agency/Getty Images; Maxym Marusenko/NurPhoto í gegnum Getty Images

a UCCRO (Ukrainian Council of Churches and Religious Organizations) er ráð kirkna og trúfélaga í Úkraínu. Í ráðinu eru 15 kirkjur á vegum rétttrúnaðarkirkjunnar, grísku, rómversk-kaþólsku og evangelísku kirkjunnar, mótmælenda, gyðinga og múslíma.