Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

FORSÍÐUEFNI | ER TIL EINHVERS AÐ LIFA?

Aðstæður breytast

Aðstæður breytast

„Á allar hliðar er ég aðþrengdur en læt þó ekki bugast, ég er efablandinn en örvænti þó ekki.“ – 2. KORINTUBRÉF 4:8.

Sjálfsvíg er stundum kallað endanleg lausn á tímabundnu vandamáli. Þótt ótrúlegt megi virðast geta erfiðar aðstæður verið tímabundnar – jafnvel þær sem maður telur sig ekki ráða neitt við. Lífið getur tekið óvænta stefnu til hins betra. – Sjá rammann  „Aðstæður þeirra breyttust.“

Þó að aðstæðurnar breytist ekkert er best að takast á við vandann einn dag í einu. „Hafið ... ekki áhyggjur af morgundeginum,“ sagði Jesús. „Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning.“ – Matteus 6:34.

Hvað ef aðstæður þínar geta ekki breyst? Ertu kannski með ólæknandi sjúkdóm? Hefur hjónaband þitt farið út um þúfur? Eða hefurðu misst ástvin?

Hvað sem að höndum ber geturðu breytt einu: hvernig þú lítur á aðstæður þínar. Ef maður lærir að sætta sig við það sem ekki er hægt að breyta á maður auðveldara með að sjá aðstæður sínar í jákvæðu ljósi. (Orðskviðirnir 15:15) Þá á maður líka auðveldara með að gera það besta úr aðstæðum sínum í staðinn fyrir að grípa til þess örþrifaráðs að binda enda á líf sitt. Og þannig fær maður ákveðna stjórn á ástandi sem virðist annars óviðráðanlegt. – Jobsbók 2:10.

MUNDU ÞETTA: Það er ekki hægt að klífa fjall í einu skrefi. En það er hægt í mörgum litlum skrefum. Hið sama má segja um flest vandamál sem við þurfum að glíma við, þó að þau virðist fjallhá.

HVAÐ GETURÐU GERT NÚNA? Talaðu við einhvern um það hvernig þér líður – það gæti verið vinur eða einhver í fjölskyldunni. Þannig geturðu fengið hjálp til að horfa jákvæðara á aðstæður þínar. – Orðskviðirnir 11:14.