Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

JW LIBRARY

Bókamerki – iOS

Bókamerki – iOS

Í JW Library geturðu notað bókamerki til að muna hvert þú ert kominn í lestrinum, rétt eins og þú notar bókamerki fyrir prentaðar bækur. Hvert rit í JW Library hefur 10 bókamerki.

Fylgdu þessum leiðbeiningum til að nota bókamerki:

 Búa til nýtt bókamerki

Þú getur sett bókamerki við grein eða kafla. Þú getur líka sett bókamerki við ákveðna efnisgrein eða biblíuvers.

Til að setja bókamerki við grein eða kafla ýtir þú á bókamerkistáknið. Þá birtist listi með bókamerkjum fyrir viðkomandi rit. Ýttu á auðan reit til að setja bókamerki við greinina eða kaflann sem þú ert á.

Til að setja bókamerki við ákveðna efnisgrein eða biblíuvers ýtir þú fyrst á textann og velur síðan bókamerkistáknið á valmyndinni sem kemur upp.

 Finna bókamerki

Til þess að finna bókamerki þarftu að opna ritið með bókamerkinu og velja síðan bókamerkistáknið. Ýttu á það bókamerki sem þú vilt sjá.

 Breyta eða eyða bókamerki

Eftir að hafa búið til bókamerki getur þú eytt því eða skipt því út.

  • Til að eyða bókamerki ýtir þú á bókamerkistáknið og síðan á meira-hnappinn við hliðina á því bókamerki sem þú vilt eyða. Veldu síðan Eyða.

  • Til að skipta út bókamerki ýtir þú á bókamerkistáknið og strýkur síðan yfir bókamerkið sem þú vilt skipta út. Veldu táknið Skipta út. Bókamerkið færist þá á staðinn sem þú ert kominn á. Þetta getur komið að góðum notum til að finna aftur hvert þú ert kominn í ákveðnu riti. Þú getur til dæmis merkt hvert þú ert kominn í daglega biblíulestrinum.

Þessir eiginleikar komu fyrst út í maí 2014 með JW Library 1.2 sem virkar á iOS útgáfu 6.0 og nýrri. Ef þú sérð ekki þessa eiginleika skaltu fylgja leiðbeiningunum í greininni „Fyrstu skrefin í JW Library – iOS“ undir Sæktu nýjustu útgáfu.