Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

JW LIBRARY

Rit, myndbönd og hljóðskrár – iOS

Rit, myndbönd og hljóðskrár – iOS

Með JW Library getur þú lesið og skoðað hundruð bóka, bæklinga, smárita og myndbanda án þess að vera nettengdur.

Þessar leiðbeiningar útskýra hvernig þú getur sótt, eytt og uppfært rit. Leiðbeiningarnar eiga líka við um myndbönd og hljóðskrár.

 Sækja rit

Þú getur sótt eins mörg rit og þú vilt til að lesa og fletta án þess að vera nettengdur.

  • Veldu Útgáfa til að sjá listann yfir útgefið efni.

  • Smelltu á tungumálahnappinn til að sjá lista yfir öll tungumálin sem rit eru fáanleg á. Veldu tungumálið sem þú vilt sjá. Tungumálin, sem þú notar oftast, birtast efst á listanum. Þú getur líka leitað að tungumáli með því að slá inn heiti þess.

Það eru nokkrar mismunandi leiðir til að finna rit í JW Library.

Í hlutanum Flokkar getur að líta útgefið efni á tungumálinu sem þú ert að nota, flokkað eftir tegund. Þar er að finna flokka eins og bækur, smárit og myndbönd. Sumir flokkanna hafa undirflokka. Til dæmis er Varðturninn flokkaður eftir árgangi og myndbönd flokkuð eftir viðfangsefni. Smelltu á Allir flokkar til að fara efst á listann.

Í hlutanum Nýjast birtast rit sem hafa nýlega verið gefin út á tungumálinu sem þú ert að nota.

Smelltu á rit til að sækja það. Ský við hliðina á riti merkir að það hefur ekki verið sótt. Ýttu á rit til að sækja það. Þegar niðurhalinu er lokið hverfur skýið. Ýttu aftur á ritið til að lesa það.

Í hlutanum Niðurhalað birtast öll rit sem þú hefur sótt, óháð tungumáli. Þú getur raðað efninu á listanum á þrjá vegu: Mest notað, Minnst notað eða Stærð.

 Eyða riti

Þú getur eytt riti ef þú þarft ekki lengur á því að halda eða ef þú vilt losa um geymslupláss.

Ýttu á Útgáfa og veldu síðan flokk (til dæmis Bækur) til að fá upp lista yfir rit. Ýttu á Velja og veldu síðan ritin sem þú vilt eyða. Þú getur líka valið rit með því að ýta á það og halda inni. Ýttu á Eyða og staðfestu síðan að þú viljir eyða ritunum.

Ef þú þarft að losa um geymslupláss geturðu eytt ritum sem þú notar sjaldan eða eru mjög stór. Ýttu á Útgáfa. Veldu síðan Niðurhalað og raðaðu efninu eftir Minnst notað eða Stærð. Eyddu þeim ritum sem þú þarft ekki á að halda.

 Uppfæra rit

Uppfærslur geta af og til verið gefnar út fyrir rit sem þú hefur sótt.

Uppfærslumerki birtist við hliðina á riti sem hægt er að uppfæra. Þegar þú velur ritið birtast skilaboð um að uppfærsla sé í boði. Veldu Sækja til að uppfæra eða Seinna til að halda áfram að lesa í útgáfunni sem þú hefur.

Til að sjá hvort uppfærslur séu í boði fyrir rit sem þú hefur sótt ferðu inn í Útgáfa. Ef hægt er að uppfæra einhver rit birtist hnappurinn Uppfærslur í boði. Veldu hann til að sjá hvaða rit eru tilbúin til uppfærslu. Smelltu á rit ef þú vilt uppfæra það eða veldu Uppfæra allt til að sækja allar uppfærslur sem eru í boði.

Þessir eiginleikar komu fyrst út í febrúar 2015 með JW Library 1.4 sem virkar á iOS útgáfu 6.0 og nýrri. Ef þú sérð ekki þessa eiginleika skaltu fylgja leiðbeiningunum í greininni „Fyrstu skrefin í JW Library – iOS“ undir Sæktu nýjustu útgáfu.