Hoppa beint í efnið

Af hverju heimsækja vottar Jehóva fólk sem hefur sína trú?

Af hverju heimsækja vottar Jehóva fólk sem hefur sína trú?

 Það er reynsla okkar að margir hafa ánægju af að ræða um biblíuleg efni þó að þeir séu annarrar trúar en við. Við virðum auðvitað rétt fólks til að vera annarrar trúar og við þröngvum ekki boðskap okkar upp á aðra.

 Þegar við ræðum um trúmál reynum við að gera það „með hógværð og virðingu“. (1. Pétursbréf 3:15, 16) Við reiknum ekki með að allir hafi áhuga á því sem við höfum fram að færa. (Matteus 10:14) Við vitum þó ekki hvernig fólk bregst við nema við tölum við það. Aðstæður fólks geta líka breyst.

 Sá sem má ekki vera að því að tala við okkur einn daginn er kannski meira en fús til þess síðar. Og stundum koma upp nýir erfiðleikar eða aðstæður í lífi fólks sem kveikja áhuga þess á boðskap Biblíunnar. Við reynum því að ræða við fólk oftar en einu sinni.